„Nú stefnir í að annað verði uppi á teningunum“

Blikinn Kristinn Steindórsson og Víkingurinn Nikolaj Hansen eigast við í …
Blikinn Kristinn Steindórsson og Víkingurinn Nikolaj Hansen eigast við í leik toppliðanna fyrr í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undanfarin tvö ár hefur lokaspretturinn á Íslandsmóti karla í fótbolta ekki verið sérstaklega spennandi.

Árið 2022 var fyrst leikið eftir nýja fyrirkomulaginu þar sem sex efstu liðin eftir hefðbundna tvöfalda umferð mætast innbyrðis og sömuleiðis sex þau neðstu.

Í hvorugt skiptið leiddi það til spennandi keppni um meistaratitilinn. Breiðablik vann með yfirburðum 2022 og Víkingur með yfirburðum 2023.

Nú stefnir í að annað verði uppi á teningunum. Víkingur og Breiðablik eru jöfn á toppnum eftir 22 umferðir og gætu hæglega mæst í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni 26. október.

Í Bestu deild kvenna er allt útlit fyrir sambærilegan úrslitaleik milli Vals og Breiðabliks í lokaumferðinni 5. október.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert