Fjórða liðið bætist við Íslandsmótið

Skautafélag Hafnarfjarðar er nýtt íshokkífélag.
Skautafélag Hafnarfjarðar er nýtt íshokkífélag. Ljsómynd/Íshokkísamband Íslands

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum inngöngu Skautafélags Hafnarfjarðar í bandalagið.

Hefur skautafélagið því fengið formlega inngöngu í íþróttahreyfinguna, þar sem það er orðið aðildarfélag íshokkísambands Íslands.

Þá hefur félagið fengið inngöngu í Íslandsmót karla, þrátt fyrir að búið sé að spila tvo leiki í deildinni. Ekki er kvennalið innan félagsins að svo stöddu. 

Fyrsti leikur Skautafélags Hafnarfjarðar verður á útivelli gegn Fjölni 4. október.

Engin skautahöll er í Hafnarfirði og verða heimaleikirnir því spilaðir á heimavelli andstæðinga liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert