Vésteinn: „Það vildi enginn þjálfa þessa menn“

„Það vildi enginn þjálfa þessa menn,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.

Ólympíumeistarar eftir tíu ár

Vésteinn þjálfaði bæði Gerd Kanter og Daniel Ståhl sem urðu báðir Ólympíumeistarar í kringlukasti undir leiðsagnar Vésteins.

„Það var enginn sem hafði trú á Gerd Kanter í kringum árið 2000 þegar ég byrjaði að þjálfa hann,“ sagði Vésteinn.

„Daniel Ståhl var álitinn einhver vandamáladrengur þegar ég tek við honum. Það var galsi í honum og þetta er ósköp góður drengur en það hafði enginn trú á honum heldur.

Ég tek þarna tvo stráka og þeir verða báðir Ólympíumeistarar eftir tíu ár,“ sagði Vésteinn meðal annars.

Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert