Færiband ungra leikmanna

Ævar Smári Gunnarsson sækir að Bjarna í Selvindi.
Ævar Smári Gunnarsson sækir að Bjarna í Selvindi. Eyþór Árnason

Úrvalsdeildin í handbolta er hafin og mér sýnist stefna í afar skemmtilegt keppnistímabil karlamegin.

FH og Valur leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem þýðir að við fáum að sjá sterk erlend lið spila á Íslandi.

Stemningin í kringum Evrópuævintýri Vals undanfarin tvö tímabil og umgjörðin sem tókst að skapa á Hlíðarenda var stórskemmtileg og árangur liðsins ekkert minna en stórkostlegur.

Íslandsmeistarar FH virka ógnarsterkir og vonandi geta þeir gert góða hluti í Evrópu einnig.

Ég fylgdist með leik Vals og Aftureldingar á föstudagskvöldið í góðri útsendingu á Handboltapassanum í Sjónvarpi Símans og þrátt fyrir að sá leikur fari ekki í sögubækurnar sem frábærlega leikinn leikur þá kristallaðist í honum fegurðin við deildina okkar.

Bakvörð Haralds má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert