„Ég kom aðeins þéttari heim frá Spáni“

„Ég fór sem skiptinemi til Spánar árið 2012, þá 17 ára gömul,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.

Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.

Var sterkur krakki

Sólveig æfði handbolta í fjögur ár á sínum yngri árum en hætti í íþróttinni þegar hún flutti til Spánar.

„Ég byrjaði í crossfit þegar ég kom heim, árið 2013,“ sagði Sólveig.

„Ég var stórbeinótt barn og var mjög meðvituð um það. Ég borðaði mikið af heilhveitihornum úti og ég kom aðeins þéttari heim frá Spáni, en ég var, þegar ég fór út.

Mig vantaði eitthvað til þess að koma mér aftur í stand og þess vegna prófaði ég crossfit. Ég var líka sterkur krakki og þetta hentaði mér því vel,“ sagði Sólveig meðal annars.

Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert