Svissneska götuhjólreiðakonan Muriel Furrer slasaðist alvarlega á heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum sem nú stendur yfir í Zürich í Sviss.
Furrer, sem er 18 ára gömul, var að keppa í ungmennaflokki á mótinu en hún datt illa í brautinni og slasaðist á höfði. Hún var flutt með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala.
„Hún slasaðist mjög alvarlega á höfði og er í lífshættu,“ segir í tilkynningu sem mótshaldarar í Sviss sendu frá sér í gær.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Sviss.