Hjólreiðakonan unga lést af sárum sínum

Heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum stendur nú yfir í Zürich í Sviss.
Heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum stendur nú yfir í Zürich í Sviss. AFP/Fabrice Coffrini

Svissneska hjólreiðakonan Muriel Furrer er látin eftir að hafa slasast alvarlega á heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum sem nú stendur yfir í Zürich í Sviss.

Þetta tilkynnti Alþjóða hjólreiðasambandið á heimasíðu sinni í dag en Furrer var einungis 18 ára gömul þegar hún lést.

Hún datt illa þegar hún keppti í ungmennaflokki í Zürich og slasaðist á höfði en slysið er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum í Sviss.

Í tilkynningu Alþjóðahjólreiðasambandsins kemur meðal annars fram að ákveðið hafi verið, í samráði við fjölskyldu Furrer, að halda keppni áfram á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert