„Þessar konur þurfa ekki að láta bjarga sér“

„Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu frjálslegar konur í Mið-Austurlöndum eru,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.

Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.

Margir með fordóma

Sólveig býr í Katar í dag þar sem hún starfar sem einkaþjálfari en hún reiknar með því að flytja aftur til Íslands á næstu árum.

„Fyrir þeim eru þessar reglur, að hylja sig sem dæmi, ekkert mál og þetta er sjálfsagt mál fyrir þeim,“ sagði Sólveig.

„Þær eru skvísur á sinn hátt og allt það en auðvitað er margt líka sem ég er ekki sammála. Ég held að margir, sem hafa ekki eytt miklum tíma í Mið-Austurlöndum, séu með fordóma fyrir þeirra venjum og siðum því þeir vita ekki betur.

Konur eru að gera sitt þarna, vinna og keyra bíla og líður vel. Þessar konur þurfa ekki að láta bjarga sér, eins við í vestrænu ríkjunum viljum oft meina. Það eru hins vegar múslimalönd þar sem er komið hræðilega fram við konur eins og til dæmis í Afganistan en múslimar tala sjálfir um það að þetta sé ekki anda múslimatrúarinnar,“ sagði Sólveig meðal annars.

Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka