Ítalinn fer mögulega í tveggja ára bann

Jannik Sinner.
Jannik Sinner. AFP/ Jade Gao

Lyfjaeftirlitið World Anti-Dop­ing Agency (Wada) vill senda ítalska tenniskapp­an­n Jannik Sinner í tveggja ára bann en hann féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári.

Sinner er í fyrsta sæti á heimslistanum og vann opna bandaríska meist­ara­mótið í byrjun september. 

Hann fékk ekki refsingu fyrir að falla í lyfjaprófunum en hann greind­ist með lítið magn um­brots­efn­is af closte­bol, teg­und stera, á Indi­an Wells-mót­inu í Banda­ríkj­un­um.

Alþjóðleg siðanefnd í tenn­is, ITIA, komst að þeirri niður­stöðu að ólög­lega efnið hafi borist óvart í blóðrás Sinners eft­ir meðhöndl­un sjúkraþjálf­ara síns sem Sinner rak eftir málið.

Nú vill Wada opna rannsóknina aftur og Sinner gæti fengið allt að tveggja ára bann en lyfjaeftirlitið fer ekki fram á að taka titilinn af Sinner sem hann vann í millitíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert