„Það kemur til vegna vankunnáttu foreldra“

„Ef við horfum til rannsókna á börnum og unglingum, í Evrópu, þá erum við að flýta okkur allt of mikið,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.

Af hverju erum við að flýta okkur?

Vésteinn vinnur nú hörðum höndum að því að minnka brotthvarf barna og unglinga innan íþróttahreyfingarinnar.

„Af hverju erum við að flýta okkur?,“ sagði Vésteinn.

„Það kemur til vegna vankunnáttu foreldra, og líka vegna vankunnáttu þjálfara að einhverju leyti. Börnin eru oft á tíðum látin velja á milli íþrótta þegar þau eru 10-12 ára gömul.

Staðreyndin er sú að aðeins fimm prósent allra barna, sem eru látin velja á milli á þessum aldri, halda áfram í íþróttum.

Þetta er vankunnþátta hjá þjálfurum sem þjálfa þessa krakka og svo foreldrarnir sem eru að láta sig dreyma um einhverja atvinnumennsku og fjármagn,“ sagði Vésteinn meðal annars.

Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert