Umdeildar breytingar í tennis

Carlos Alcaraz vill ekki láta reka á eftir sér í …
Carlos Alcaraz vill ekki láta reka á eftir sér í tennis. AFP/Wang Zhao

Nýjung í tennis fer í taugarnar á nokkrum stærstu nöfnum íþróttarinnar en stórri klukku hefur verið komið fyrir á völlunum. Tilgangurinn er að flýta leiknum en tennisleikir geta tekið afar langan tíma.

Leikmenn hafa nú eina mínútu frá því þeir stíga inn á völlinn til að koma sér á réttan stað áður en peningi er kastað um hvor byrjar á að gefa upp. Klukkan er stöðvuð á meðan leikurinn er í gangi en fer í gang eftir hvert einasta stig og hafa leikmenn þrjátíu sekúndur til að hefja uppgjöf.

Andy Murray er hrifinn af reglubreytingunum.
Andy Murray er hrifinn af reglubreytingunum. AFP/Carl De Souza

Andy Murray er hæstánægður með klukkuna en leikmenn fá aðvörun renni tíminn út áður en þeir gefa upp. Í annað skiptið missa þeir uppgjöf. Murray segir að leikur hans gegn Mackenzie McDonald hefði farið yfir þrjá klukkutíma ef ekki hefði verið fyrir klukkuna en leikur þeirra í fyrstu umferð tók tvo klukkutíma og 37 mínútur.

Carlos Alcaraz er ekki á sama máli. 

„Þetta er ekki tennis. Ég er alltaf fljótur að gefa upp en ég fékk tvær aðvaranir í einu setti. Það er ekki hægt að spila tennis svona,“ heyrðist í Spánverjanum í leik hans á Beijing Open á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert