Sló magnað met

Jared Goff átti magnaðan leik á sunnudag.
Jared Goff átti magnaðan leik á sunnudag. AFP/Nic Antaya

Jared Goff, leikstjórnandi Detroit Lions í bandarísku NFL-deildinni í ruðningi, sló met í 42:29-sigri liðsins á Seattle Seahawks á sunnudag.

Goff gaf 18 sendingar í leiknum og heppnuðust þær allar. Eru það flestar sendingar sem leikstjórnandi hefur náð í einum leik án þess að klikka á einni einustu í sögu NFL-deildarinnar. 

Hann var í lykilhlutverki í sigrinum, sem var um leið fyrsta tap Seahawks á tímabilinu. 

Goff átti tvær sendingar sem leiddu til snertimarks og skoraði auk þess sitt fyrsta snertimark á ferlinum eftir að hafa fengið sendingu frá samherja í opnum leik, en áður hafði hann skorað snertimörk með því að hlaupa sjálfur með boltann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert