Fyrrverandi ökuþórinn Michael Schumacher sást á meðal fólks í fyrsta sinn í 11 ár um liðna helgi þegar hann var viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar Ginu-Mariu á Mallorca-eyju á Spáni.
Nú gæti farið svo að Schumacher verði viðstaddur brúðkaup sonar síns Micks en hann trúlofaðist kærustu sinni, Lailu Husanovic, á dögunum.
Tilkynnti hún um trúlofunina með mynd af hring á Instagram-síðu sinni.
Ekki verið tilkynnt um hvenær parið er á leið í hnapphelduna en þar sem Schumacher var viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar er talið líklegt að það sama verði uppi á teningnum hjá syninum.
Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi í desember árið 2013 og hafði ekki sést meðal fólks síðan allar götur síðan, eða þar til hann mætti í brúðkaup Ginu-Mariu.