Metþátttaka á Íslandsmóti skákfélaga

Elsti keppandinn er fæddur árið 1933, en yngstu keppendurnir árið …
Elsti keppandinn er fæddur árið 1933, en yngstu keppendurnir árið 2017. Ljósmynd/Aðsend

Metþátttaka er á Íslandsmóti skákfélaga sem fer fram í Rimaskóla um helgina. 58 lið frá 21 félagi taka þátt. Alls tefla 360 keppendur í einu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Mótið var fyrst haldið árið 1974 og á því 50 ára afmæli í ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands.

Teflt í fimm deildum

Í tilkynningunni kemur fram að alls sé teflt í fimm deildum. Tveimur umferðum sé lokið í úrvalsdeild en einni í hinum deildunum fjórum. Í úrvalsdeild sé teflt á átta borðum en sex borðum í öðrum deildum. Veitt séu 2 stig í sigur í viðureignum en 1 fyrir jafntefli.

Fjölnir og Taflfélag Reykjavíkur eru á toppnum í úrvalsdeild með 4 stig. KR og Breiðablik með 2 stig, en Taflfélag Garðabæjar og Taflfélaga Vestmanneyja eru ekki komin á blað.

Í dag eru tefldar tvær umferðir. Sú fyrri hefst kl. 11 og sú síðari kl. 17:30. Fyrri hluta mótsins lýkur á morgun.

Elsti keppandinn á mótinu er Gunnar Gunnarsson, en hann varð Íslandsmeistari í skák árið 1966. Gunnar er fæddur árið 1933, en yngstu keppendurnir eru fæddir 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka