Fjölnir styrkti stöðu sína á toppnum

Leikmenn Fjölnis að fagna í dag.
Leikmenn Fjölnis að fagna í dag. mbl.is/Egill Bjarni Friðjónsson

Fjölnir sigraði  Skautafélag Akureyrar, 2:1, í Íslandsmóti kvenna í íshokkí á Akureyri í dag. Þetta var þriðji sigur liðsins á tímabilinu.

Staðan var 0:0 eftir fyrstu lotu en Hilma Bóel Bergsdóttir kom Fjölni yfir í annarri lotu og Berglind Leifsdóttir kom liðinu í 2:0 í þriðja leikhluta.

Amanda Ýr Bjarnadóttir minnkaði muninn fyrir Skautafélag Akureyrar undir lok leiks en Fjölnir sigraði leikinn 2:1.

Fjölnir er á toppi deildarinnar með níu stig og Skautafélag Akureyrar er í öðru sæti með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert