Lést aðeins 26 ára

Kipyegon Bett er látinn.
Kipyegon Bett er látinn. AFP/Johannes Eisele

Frjálsíþróttamaðurinn Kipyegon Bett er látinn aðeins 26 ára að aldri. Bett náði afar góðum árangri í 800 metra hlaupi á ferlinum.

Keníamaðurinn vann gull á HM 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016 og tók svo bronsið á HM fullorðinna í London ári síðar.

Árið 2018 reyndist hins vegar erfitt því hann féll þá á lyfjaprófi og var úrskurðaður í fjögurra ára bann.

Í kjölfarið tók lífið niðursveiflu hjá Bett. Hann hóf að misnota áfengi og glímdi við þunglyndi. Hann lést vegna vandamála í lifur, sem var bein orsök ofdrykkju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert