Snéri lífi sínu við eftir þungunarrof

„Ég trúi því að allt erfiði leiðir á endanum til einhvers góðs,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.

Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.

Þetta var botninn

Sólveig komst að því sex vikum fyrir heimsleikana að hún væri ófrísk en hún tók strax ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún beið hins vegar með að fara í þungunarrof þangað til eftir heimsleikana.

„Þetta var botninn hjá mér og kannski þurfti þetta að gerast svo ég tæki ábyrgð á eigin lífi,“ sagði Sólveig.

„Ég var alltaf í erfiðum samböndum, samböndum sem jöðruðu við því að vera ofbeldissambönd. Ég var alltaf stressuð og það þurfti eitthvað mikið til svo ég áttaði mig á þessu.

Ég veit ekki hvort ég væri hérna í dag, hamingjusöm, ef þetta hefði ekki gerst. Ég hefði örugglega aldrei hitt manninn minn í dag ef ég hefði ekki þurft að taka allar þessar erfiðu ákvarðnir.

Ég er ekki þakklát fyrir þessa lífsreynslu en það kom margt gott út úr þessu,“ sagði Sólveig meðal annars.

Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sólveig Sigurðardóttir.
Sólveig Sigurðardóttir. Ljósmynd/Solasigurdardottir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert