Fjögurra marka sigur SR á Fjölni

Hilmar Sverrisson og Axel Orongan í leiknum í kvöld.
Hilmar Sverrisson og Axel Orongan í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

SR vann góðan sigur á Fjölni, 7:3, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.

SR er búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og Fjölnir er búið að tapa þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Aðeins eitt mark var skorað í fyrstu lotu. Það gerði Emil Alengaard þegar hann kom Fjölni í forystu.

Strax í upphafi annarrar lotu jafnaði Hákon Magnússon metin fyrir SR. Fjölnir svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Viggó Hlynsson og svo Hilmar Sverrisson.

Áður en önnur lota var úti tókst SR hins vegar að jafna metin. Hákon bætti við öðru mark sínu auk þess sem Axel Orongan komst á blað.

Staðan var því jöfn, 3:3, fyrir þriðju og síðustu lotu. Þar reyndist SR ofjarl Fjölnis og bætti við fjórum mörkum gegn engu.

Hákon fullkomnaði þrennu sína og Axel skoraði annað mark sitt auk þess sem Kári Arnarsson og Lukas Dinga komust á blað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert