Myndi ganga betur án frekjunnar í Íslendingum

„Ég er alveg rangstæður inni á samfélagsmiðlum,“ sagði skotíþróttamaðurinn og ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.

Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, fór á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar í París í Frakklandi þar sem hann náði bestum árangri Íslendings frá upphafi í leirdúfuskotfimi þegar hann fékk 116 stig og hafnaði í 23. sæti.

Hausinn annars staðar

Hákon er ekki virkur á samfélagsmiðlum og skoðaði miðlana lítið á meðan hann var að keppa í París.

„Ég lít á þetta þannig að ÍSÍ er að borga undir þig í þessum keppnum og ef þú ert alltaf í símanum er hausinn á þér einhvers staðar annars staðar,“ sagði Hákon.

„Ég var sáttur með fyrri daginn á Ólympíuleikunum, þó ég hefði alveg getað gert betur. Ég veit að fólk er alltaf að tjá sig á samfélagsmiðlum og það er ekkert betra fyrir þig að horfa á það.

Ég hugsa að handboltalandsliðinu myndi ganga betur ef það væri ekki þessi djöfulsins frekja í okkur. Þetta er svakaleg pressa og þeir geta ekki annað en verið varir við umræðuna,“ sagði Hákon meðal annars.

Viðtalið við Hákon Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Kristján Örn Kristjánsson …
Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Kristján Örn Kristjánsson á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. mbl.is/Kristjan Orri Jóhannsson
Hákon Þór Svavarsson.
Hákon Þór Svavarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert