Tropicana Field-leikvangurinn í Tampa varð fellibylnum Milton að bráð í nótt. Hafnaboltaliðið Tampa Bay Rays leikur heimaleiki sína á vellinum.
Þak leikvangsins er sundurtætt og gat fólk í næsta nágrenni horft beint inn á leikvanginn. Var hann eini leikvangurinn í bandarísku atvinnumannadeildinni sem var með þaki á.
Átti að nota leikvanginn sem neyðarskýli fyrir þúsundir manna í óveðrinu, en engan sakaði.
Þakið var byggt til að þola vindstyrk upp á 51 metra á sekúndu. Vindhviður í návígi völlinn náðu um 45 metrum á sekúndu.
The roof of Tropicana Field, where the #Rays play, sustained significant damage from #Hurricane #Milton pic.twitter.com/H7zZAgD8BN
— Ryan Bass (@Ry_Bass) October 10, 2024