Hjónin hrepptu brons á Evrópumeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita unnu til bronsverðlauna um helgina.
Hanna Rún og Nikita unnu til bronsverðlauna um helgina. Ljósmynd/Dansíþróttasamband Íslands

Hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev unnu til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti WDSF í flokki atvinnumanna í latín dönsum.

Dansíþróttasamband Íslands greinir frá þessu í tilkynningu.

Hjónin hafa verið að gera góða hluti í íþróttinni og urðu fyrst Íslendinga til að komast á heimsleikana í suður-amerískum dönsum árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert