Tileinkaði heimsmetið látnum landa sínum

Ruth Chepngetic tileinkaði heimsmetið Kelvin Kiptum.
Ruth Chepngetic tileinkaði heimsmetið Kelvin Kiptum. AFP/Michael Reaves

Keníski langhlauparinn Ruth Chepngetich sló heimsmet kvenna í maraþonhlaupi um rúmar tvær mínútur í Chicago-maraþoninu í dag.  

Chepngetich kom í mark á tímanum 2:09:56 og sló þar með heimsmet hinnar eþíópísku Tigist Assefa frá Berlínar-maraþoninu árið 2023 en metið var 2:11:53.  

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Chepngetich vinnur Chicago-maraþonið en hún kom einnig fyrst í mark árin 2021 og 2022.  

Chepngetich tileinkaði heimsmetið Kelvin Kiptum, heimsmethafanum í maraþoni karla, en hann lést sorglega í bílslysi í febrúar á þessu ári, aðeins 24 ára gamall.  

„Ég tileinka heimsmetið Kelvin Kiptum,“ sagði Chepngetich.  

Kelvin Kiptum sló heimsmetið í maraþonhlaupi karla á síðasta ári í Chicago-maraþoninu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert