Öll íslensku liðin í úrslit á EM

Blandað lið Íslands var með hæstu einkunn allra.
Blandað lið Íslands var með hæstu einkunn allra. Ljósmynd/Fimleikasamband Evrópu

Ísland er komið í úrslit í öllum flokkum í ungmennaflokki á EM í hópfimleikum í Aserbaídsjan eftir vel heppnaðan fyrsta dag mótsins í dag.

Blandað lið Íslands gerði sér lítið fyrir og var með hæstu einkunn allra í undanúrslitum í dag. Íslenska liðið fékk 17,600 stig fyrir gólfæfingar, 17,150 fyrir stökk og 15,850 fyrir trampólín. Liðið fékk samanlagt 50,600 stig, 550 stigum meira en Bretland.

Íslenska kvennaliðið hafnaði í þriðja sæti í undanúrslitum. Liðið fékk 17,150 stig fyrir gólf, 16,100 fyrir stökk og 15,700 fyrir trampólín. Fékk liðið því samanlagt 48,950 stig. Svíþjóð varð í öðru sæti og Danmörk í fyrsta með 50,250 stig.

Þá endaði íslenska karlaliðið í fimmta sæti. Liðið fékk 14,050 stig á gólfi, 12,675 stig fyrir stökk og 13,200 stig fyrir trampólín. Ísland fékk því 39,925 stig. Danir fengu flest stig, eða 55,900.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert