Ísland í fjórða sæti og Danir Evrópumeistarar

Íslenska ungmennalið karla.
Íslenska ungmennalið karla. Ljósmynd/Fimleikasambandið

Íslenska ungmennalið karla hafnaði í fjórða sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum í Bakú í dag. 

Fimm lið léku til úrslita en Danir urðu Evrópumeistarar. 

Svíar höfnuðu í öðru sæti og Norðmenn í þriðja. Bretland var síðan í fimmta sæti. 

Íslenska liðið endaði með 46 þúsund stig en það fékk 15.500 stig í gólfæfingum, 14.500 stig í stökki og 16.00 stig á trampólíni. 

Danir endurðu með 56.300 stig. 

Ungmennalið kvenna og blandað lið Íslands í ungmennaflokki keppa síðan seinna í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert