Ísland rétt á eftir Danmörku og Svíþjóð

Íslensku stelpurnar í Bakú.
Íslensku stelpurnar í Bakú. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Íslenska ungmennalið kvenna hafnaði í þriðja sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum í Bakú í dag. 

Ísland fékk alls 48.950 stig, 1.300 stigum minna en sigurlið Danmerkur. Svíþjóð endaði síðan í öðru sæti með 49.750 stig. 

Íslenska liðið fékk 17.150 stig fyrir gólfæfingar, 16.100 stig fyrir stökk og 15.700 stig fyrir trampólín. 

Finnland hafnaði í fjórða sæti, Ítalía í fimmta, Bretland í sjötta, Noregur í sjöunda, Tékkland í áttunda, Lúxemborg í níunda og Portúgal í tíunda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert