Öruggt hjá Fjölni gegn SFH

Pétur Maack, sem nú leikur með SFH, og Sölvi Egilsson, …
Pétur Maack, sem nú leikur með SFH, og Sölvi Egilsson, sem skoraði eitt mark fyrir Fjölni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölnir vann þægilegan sigur á nýliðum SFH úr Hafnarfirði, 6:2, þegar liðin áttust við á Íslandsmóti karla í íshokkí á skautasvellinu í Egilshöll í kvöld.

Fjölnir er áfram í þriðja sæti af fjórum liðum, nú með sex stig eftir fimm leiki. SFH er nýfarið af stað og hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa.

Martin Simanek kom Fjölni yfir í fyrstu lotu áður en Alex Kotásek jafnaði metin fyrir SFH. Simanek var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir lok lotunnar og kom Fjölni yfir á nýjan leik.

Sölvi Egilsson skoraði þriðja mark Fjölnis í annarri lotu og Viggó Hlynsson bætti við því fjórða. Heiðar Kristveigarson minnkaði svo muninn fyrir SFH og staðan því 4:2 að lokinni annarri lotu.

Í þriðju og síðustu lotu skoraði Fjölnir tvö mörk til viðbótar. Róbert Freyr Pálsson komst þá á blað ásamt Liridon Dupljaku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert