Rakel María endaði upp á spítala

Rakel María Hjaltadóttir.
Rakel María Hjaltadóttir. Ljósmynd/Egill Árni Jóhannesson

Rakel María Hjaltadóttir þurfti að hætta keppni vegna meiðsla á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í nótt. 

Fjórtán Íslendingar eru enn að hlaupa en Rakel datt illa á hálkunni í nótt og meiddist á hné. Hún hætti eftir 21 hring og var þá búin að hlaupa meira en 140 kílómetra. 

Rakel endaði upp á spítala til að athuga með meiðslin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka