Tvö andlát á HM vekja óhug

Keppt var í þríþraut á Ólympíuleikunum í París.
Keppt var í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. AFP/Dimitar Dilkoff

Tveir þríþrautamenn létu lífið á lokamóti heimsmótaraðarinnar í íþróttinni í Torremolinos á Spáni um helgina.

Hinir látnu voru á meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var hinn 79 ára gamli Roger Colomer fá Mexíkó og hinn 57 ára gamall Englendingur, en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert.

Þeir létust báðir er þeir kepptu í hálfri þríþraut en í henni hlaupa keppendur fimm kílómetra, hjóla 20 kílómetra og synda 750 metra.  

Þrátt fyrir andlátin hélt keppnin áfram og ólympíumeistararnir Alex Yee og Cassandre Beaugrand urðu heimsmeistarar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert