Fæddi andvana barn á meðan eiginmaðurinn barðist

Tyson Fury.
Tyson Fury. AFP/Justin Tallis

Paris Fury, eiginkona enska hnefaleikakappans Tyson Fury, fæddi andvana barn á meðan maður hennar barðist gegn Úkraínumanninum Oleksandr Usyk um heimsmeistaratitilinn í þungavigt.

Hnefaleikakappinn greindi frá þessu í samtali við Sky Sports en Usyk fagnaði sigri í bardaganum, þann 18. maí, í Sádi-Arabíu.

Paris var komin sex mánuði á leið þegar fósturlátið átt sér stað en Fury fékk ekki fréttir af því fyrr en hann snéri aftur heim til Englands eftir bardagann.

Gekk ein í gegnum ferlið

„Hún þurfti að fæða barnið okkar, andvana, á meðan ég var að berjast í Sádi-Arabíu,“ sagði Fury.

„Hún þurfti að ganga í gegnum þetta allt ein. Ég hefði viljað vera til staðar fyrir hana en ég gat það. Við höfum verið saman lengur en við höfum ekki verið saman,“ bætti Fury við en saman eiga þau sjö börn.

Þetta var fyrsta tap Furys á ferlinum en þeir Fury og Usyk mætast aftur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í desember.

Tyson Fury og Paris Fury á góðri stundu.
Tyson Fury og Paris Fury á góðri stundu. AFP/Al Bello
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka