Eygló Fanndal Sturludóttir er þrefaldur Evrópumeistari 23 ára og yngri í -71kg flokki kvenna í ólympískum lyftingum eftir sigur í Raszyn í Póllandi í dag.
Eygló, sem er einnig Norðurlandameistari, lyfti 237 kílóum samanlagt. Með því setti hún nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri.
Hún lyfti mest 104kg í snörun og 133kg í jafnhendingu. Móðir hennar sá svo um að veita henni gullverðunin.
Guðný Björk Stefánsdóttir varð önnur í snörun með að lyfta 96 kílóum og í þriðja sæti alls með samanlagt 210 kílóum.