Missti barnunga dóttur sína

Amani Joy og Charvarius Ward.
Amani Joy og Charvarius Ward. Ljósmynd/Samsett

Charvarius Ward, leikmaður San Francisco 49ers í bandarísku NFL-deildinni í ruðningi, tilkynnti á þriðjudag að eins árs dóttir hans, Amani Joy, sé látin.

Ward, sem átti hana ásamt kærustu sinni Monique Cook, deildi sorgarfregnunum á Instagram-aðgangi sínum. Amani Joy, sem fæddist með downs-heilkennið, hefði orðið tveggja ára í næsta mánuði.

Október er mánuður downs-heilkennisins.

„Hjörtu okkar eru kramin eftir að fallega stelpan okkar, Amani Joy, lést á mánudagsmorgun. Hún var besta blessun sem við hefðum nokkru sinni getað óskað eftir og gleði hennar lét okkur brosa út að eyrum.

Hún kenndi okkur að vera þolinmóð, að treysta og líta á björtu hliðar lífsins. Hún sýndi okkur sannan styrk og hugrekki. Hún yfirsteig hindranir á ungum aldri og var alltaf glöð þar sem hún lýsti upp hvert einasta herbergi með brosi sínu,“ skrifaði Ward.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert