Dýrustu miðarnir á tæpar 300 milljónir

Mike Tyson skoðar vettvang bardagans.
Mike Tyson skoðar vettvang bardagans. AFP/Ron Jenkins

Mike Tyson, einn þekktasti hnefaleikamaður sögunnar, berst við samfélagsmiðlastjörnuna Jake Paul 15. nóvember í Arlington í Texas. Fer bardaginn fram á AT&T-vellinum, þar sem Dallas Cowboys spilar heimaleiki sína í NFL-deildinni í ruðningi. 

Þrátt fyrir að Tyson sé orðinn 58 ára kostar það sitt að sjá kappann berjast. Dýrustu miðarnir á viðburðinn kosta nefnilega tvær milljónir bandaríkjadollara, eða tæpar 300 milljónir króna.

Fyrir upphæðina fær viðkomandi tíu miða á bardagann og eru tveir þeirra alveg upp við hringinn. Þá er afnot að eigin herbergi einnig innifalið í verðinu, sem og fjögur lúxushótelherbergi.

Einnig er keyrsla til og frá bardaganum innifalið, sem og lífverðir. Eftir bardagann fær eigandi miðanna að hitta þá Tyson og Paul og fá myndir með þeim.

Völlurinn tekur um 80.000 manns í sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert