Spænska íþróttafélagið Real Madríd hefur ákveðið að ánafna einni milljón evra, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, til hjálpar fórnarlömbum stórflóða í Valencia-héraði á Spáni.
Spænska félagið hefur komið á fót peningasöfnun í samstarfi við Rauða krossinn á Spáni fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna flóðanna. Peningagjöf Real Madríd er ætluð til þess að koma söfnuninni almennilega af stað.
Alls hafa 158 látist í flóðunum sem riðu yfir á þriðjudag og enn er fjölda fólks saknað. Tjón er gífurlegt á svæðinu þar sem fjöldi heimila eru ónýt.