Mæðgur deildu saman dýrmætu augnabliki

Eygló Fanndal Sturludóttir ásamt móður sinni Hörpu Þorláksdóttur í Póllandi.
Eygló Fanndal Sturludóttir ásamt móður sinni Hörpu Þorláksdóttur í Póllandi. Ljósmynd/Lyftingarsamband Evrópu

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir náði frábærum árangri á Evrópumóti U23-ára í ólympískum lyftingum í Razyn í Póllandi í vikunni.

Eygló varð Evrópumeistari í 71kg flokki og vann til þrennra gullverðlauna á mótinu en hún setti nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílógrömmum í snörun og 133 kílógrömmum í jafnhendingu. Eygló átti sjálf Norðurlandametið en hún bætti gamla metið um eitt kílógramm.

„Mér líður ótrúlega vel eftir þetta allt saman og ég er mjög sátt með þennan árangur,“ sagði Eygló í samtali við Morgunblaðið.

Dýrmætt augnablik

Til að toppa verðlaunaafhendinguna afhenti móðir Eyglóar, Harpa Þorláksdóttir, henni svo gullverðlaunin á verðlaunapallinum.

„Ég hafði ekki hugmynd um það að mamma myndi afhenda mér gullverðlaunin fyrr en við vorum að ganga út á sviðið. Hún var allt í einu mætt baksviðs sem mér fannst frekar óvænt en svo áttaði ég mig á því hvað væri í gangi. Það var ótrúlega gaman þegar hún hengdi verðlaunapeninginn um hálsinn á mér og mjög dýrmætt augnablik. Hún var meyr þegar þjóðsöngurinn var leikinn, ég tók vel eftir því.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Eygló Fanndal Sturludóttir á Evrópumótinu í Razyn.
Eygló Fanndal Sturludóttir á Evrópumótinu í Razyn. Ljósmynd/Gregor Winters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka