Erla í þriðja sæti á EM

Erla Ágústsdóttir með þrjá bronsverðlaunapeninga í dag.
Erla Ágústsdóttir með þrjá bronsverðlaunapeninga í dag. Ljósmynd/Lyftingasamband Íslands

Erla Ágústsdóttir hafnaði í dag í þriðja sæti í snörun, jafnhendingu og samanlögðu á Evrópumeistaramóti ungmenna í +87kg flokki U23.

Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, samanlagt 213 kg.

Erla fékk allar sex lyfturnar sínar gildar en dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu.

Þjálfarar Erlu beittu þá „challenge kortinu“ og niðurstaðan var að dómnefnd sneri dómnum við og dæmdi lyftuna gilda.

Áður höfðu bæði Eygló Fanndal Sturludóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir fengið þrjár medalíur hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert