Eygló Fanndal Sturludóttir fékk viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum í Razyn í Póllandi.
Mótinu lauk í dag en Eygló varð Evrópumeistari í -71kg flokki ungmenna en auk þess sló hún Norðurlandametið með samanlögðum árangri sínum.
Eygló lyfti 140 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingunni, alls 237 kílóum.
Þetta var síðasta ungmennamót Eyglóar og það endar því fullkomlega.