Hollendingurinn Max Verstappen vann á ótrúlegan hátt í Formúlu-1 kappakstrinum í Sao Paulo í dag.
Með sigrinum tekur Verstappen stórt skref í átt að titlinum þegar að þrír kappakstrar eru eftir. Hann er nú kominn með 393 stig, 62 stigum á undan Lando Norris í öðru sæti.
Verstappen ræsti sautjándi en var orðinn fyrstur á 43. hring. Hann hélt forystunni og kom í mark 20 sekúndum á undan næsta manni.
Esteban Ocon hafnaði í öðru sæti og Pierre Gasly í þriðja, báðir aka fyrir Alpine.
George Russel úr Mercedes hafnaði í fjórða sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í fimmta.