Fjórtán ára rússnesk sundstúlka hefur verið úrskurðuð í langt bann fyrir að falla á lyfjaprófi, en hún var uppvís að notkun stera.
Ríkismiðilinn Tass greinir frá og segir einnig að stúlkan, sem er ekki nafngreind, sé sú yngsta í sögunni til að fá keppnisbann fyrir fall á lyfjaprófi.
Hún má ekki stunda íþróttina fyrr en í maí árið 2027. Samkvæmt miðlinum eru 17 rússneskir íþróttamenn undir 18 ára í banni fyrir fall á lyfjaprófi.