Ástralinn Jack Miller var að eigin sögn heppinn að sleppa lifandi úr árekstri sem átti sér stað í Malasíukappakstrinum í Moto GP um helgina.
Áreksturinn átti sér stað strax á fyrsta hring. Miller skaust af hjóli sínu og fór með höfuðið í afturdekk á hjólinu fyrir framan. Strax í kjölfarið var hjólaði annar keppandi yfir löppina á honum.
Kappaksturinn var stöðvaður um leið og Miller fékk aðhlynningu lækna. Hann slapp með minniháttar meiðsli og fór mun betur en í fyrstu var óttast.
„Ég var heppinn að sleppa lifandi í dag. Takk allir fyrir fallegu skilaboðin og takk Alpinestars fyrir að bjarga mér,“ skrifaði hann á Instagram en Alpinestars framleiðir keppnishjálma Millers.