Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hefur lagt sundhettuna á hilluna eftir afar farsælan feril.
Þetta tilkynnti hann í samtali við Rúv í dag en til stóð að Anton myndi keppa á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í næsta mánuði.
Anton gaf það út eftir Ólympíuleikana í París í Frakklandi í sumar, þar sem hann hafnaði í 15. sæti í 200 metra bringusundi og 25. sæti í 100 metra bringusundi, að þetta væri hans síðustu Ólympíuleikar.
Alls fór Anton Sveinn á ferna Ólympíuleika, sína fyrstu í Lundúnum árið 2012 þegar hann var 19 ára gamall.
Hann hefur sett 16 Íslandsmet á ferlinum auk þess að hafna í öðru sæti á EM í 25 metra laug í desember á síðasta ári og þá hafnaði hann í 6. sæti á HM í 50 metra laug árið 2022