Mick Schumacher, varamaður Mercedes í Formúlu 1, ræddi föður sinn sem hefur ekki sést í almenningi síðan hann lenti í skíðaslysi árið 2013.
Mick er sonur Michael Schumacher sem er einn besti ökumaður í sögu Formúlu 1 og talaði um föður sinn í bókinni „Inside Mercedes F1.“
„Hann hvatti mig áfram og var mjög skemmtilegur en gat líka verið krefjandi. Í keppni í yngri flokkum bremsaði ég seint þegar ég fór í beygju og græddi tíma og þegar ég sagði honum frá því þá svaraði hann: „Já en þú ættir að bremsa svona í hverri beygju.““
Mick Schumacher er 25 ára gamall og árið 2021 fékk hann tækifæri sem ökumaður Haas.
„Ég byrjaði að keppa í Formúluflokknum árið eftir slysið. Ég lærði örugglega marga tæknilega punkta af honum sem ég nota enn í dag, sem og af þjálfun hans og ég hef alltaf verið mjög seigur.“