7 ára Íslendingar urðu tvöfaldir heimsmeistarar

Gunnar Emil Baldursson og Margrét Unnur Brim Þórarinsdóttir.
Gunnar Emil Baldursson og Margrét Unnur Brim Þórarinsdóttir. Ljósmynd/Jóhanna Ósk Jónasdóttir

Gunnar Emil Baldursson og Margrét Unnur Brim Þórarinsdóttir urðu tvöfaldir heimsmeistarar í flokki barna, undir 8 ára, í samkvæmisdansi á HM í Assen í Hollandi á dögunum en þau eru bæði 7 ára.

Þau Gunnar Emil og Margrét Unnur unnu til silfurverðlauna í latin-dönsum, sem og bronsverðlaun í flokki barna undir 8 ára.

Auk Gunnars og Margrétar kepptu þau Hrafnhildur Fjóla Erlendsdóttir, Svavar Erlendsson, Lovísa Lilja  Brim Þórarinsdóttir, Jón Ingi Erlendsson, og Aníta Ngoc Bao Nguyen öll á mótinu fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert