„Það voru smá vonbrigði að fá einhverja lyklakippu en það er titillinn sem skiptir máli,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.
Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen voru í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í fjórða sinn í sögunni í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum.
Kvennalandsliðið fékk engan bikar fyrir árangurinn en íslenska liðið reddaði málunum í Aserbaídsjan.
„Við fengum ekki bikar þannig að við keyptum bikar,“ sagði Guðrún Edda.
„Við vorum í einhverju molli, sáum hann, keyptum hann og tókum hann með okkur heim,“ sagði Guðrún Edda meðal annars.