Tapaði í nýju íþróttinni

Diego Forlán gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður en er nú …
Diego Forlán gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður en er nú atvinnumaður í tennis. AFP/Daniel Garcia

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Diego Forlán tók þátt á sínu fyrsta atvinnumannamóti í annarri íþróttagrein, tennis, í gær og mátti sætta sig við tap í tvíliðaleik.

Forlán, sem er 45 ára gamall, tók þátt í móti í heimalandi sínu Úrúgvæ ásamt landa sínum Federico Coria. Þeir töpuðu 0:2 fyrir bólivískum keppinautum sínum, 6:1 í fyrsta setti og 6:2 í öðru setti.

Mótið var hluti af ATP Challenger mótaröðinni, sem er skrefi neðar en ATP mótaröðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert