Sóley Margrét er heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir.
Sóley Margrét Jónsdóttir. Ljósmynd/KRAFT

Sóley Margrét Jónsdóttir varð heimsmeistari í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki í dag en mótið fer fram í Njarðvík.

Sóley byrjaði á því að taka 257,5 kg í fyrstu lyftu í hnébeygju, tók næst 277,5 kg og endaði á 282,5 kg og var í fyrsta sæti í sínum flokki eftir hnébeygjurnar.

 Sóley opnaði á sínu besta í bekkpressu, 192,5 kg og náði því auðveldlega og tók 200 kg í næstu lyftu en hún var dæmd af. Hún reyndi aftur við 200 kg í þriðju lyftu og þá fóru þau upp og hún var með gott forskot fyrir réttstöðulyftuna.

Sóley tók 200 kg í fyrstu lyftu í réttstöðulyftunni og 215 kg í annarri. Sóley 227,5 í síðustu lyftunni og setti heimsmet unglingaflokki.

Hún endaði með 710 samtals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka