Snæfríður Sól Jórunnardóttir gerði sér lítið fyrir og varð danskur bikarmeistari með Álaborg í annað sinn um helgina.
Þetta er í fimmta sinn á síðustu tíu árum sem Aalborg (AS) sigrar í keppni þeirra bestu í Danmörku en liðið endaði með 53.332 stig.
Eftir harða baráttu þar sem Hovedsteden Svømmeklub (HSK), leiddi fyrstu þrjá hlutana af fjórum mætti lið Álaborgar með látum og sigraði að lokum eftir æsispennandi keppni en aðeins munaði 62 stigum á milli Alborg og Hovedsteden.
Næsta mót hjá Snæfríði er HM sem fer fram í Búdapest 10. – 15 desember.