Dagur Benediktsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, og Matthías Kristinsson, landsliðsmaður í svigi, byrja báðir keppnistímabilið vel.
Dagur tók þátt í sínu fyrsta móti í vetur í Muonio í Finnlandi um helgina þar sem hann keppti í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð.
Á laugardaginn hafnaði Dagur í 61. sæti og vann sér inn 135.90 FIS stig. Á sunnudaginn bætti hann um betur og endaði í 47. sæti og vann sér inn 76.72 FIS stig, sem er hans besti árangur á ferlinum.
Matthías byrjaði sitt keppnistímabil einnig vel þegar hann tók þátt í þremur alþjóðlegum svigmótum í skíðahúsinu Snö í Ósló í byrjun nóvember.
Matthías náði í brons á fyrsta mótinu, silfur á öðru mótinu og svo varð hann í 4. sæti á þriðja mótinu eftir að hafa verið með besta tímann eftir fyrri ferð.