Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir lenti í óskemmtilegu atviki í hlaupaferð upp Úlfarsfellið í gær.
Guðlaug, sem keppti í þríþraut á Ólympíuleikunum í París, rann í frostinu og slasaði sig á hné með þeim afleiðingum að hún varð alblóðug á vinstri fæti.
„Þetta var flott útsýni en var það þess virði? Ég veit það ekki,“ skrifaði Guðlaug um atvikið á Instagram.
„Þetta var góður túr en mér er illt í hnénu núna eftir að adrenalínið er horfið,“ bætti hún við og birti mynd af blóðugum fæti sínum.