Frábær byrjun Fróða

Fróði Hymer fer vel af stað.
Fróði Hymer fer vel af stað. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands

Skíðakappinn Fróði Hymer byrjaði keppnistímabil sitt afar vel í alþjóðlegum mótum í skíðagöngu í Bruksvallarna í Svíþjóð um helgina. 

Fróði, sem er B-landsliðsmaður, tók þátt í tíu kílómetra hefðbundinni göngu á laugardaginn þar sem hann endaði í 16. sæti af 107 sem kláruðu gönguna. 

Í gær gerði hann gott betur og átti frábæra göngu sem skilaði honum fjórða sæti af 89 sem kláruðu. Í leiðinni skilaði sá árangur mestu FIS-stigum Fróða á ferlinum. 

Fróði, sem er aðeins 19 ára gamall, býr í Noregi og keppir í unglingaflokki fyrir Skíðagöngufélagið Ull. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert