Til stendur að fjölga liðum í Formúlu 1 úr tíu og í ellefu en forráðamenn aksturskeppninnar hafa gefið það út að Cadillac verði meðlimur frá og með tímabilinu 2026.
Cadillac er frá Bandaríkjunum, þar sem íþróttin er í miklum vexti. Tvær keppnir eru á hverju ári í Bandaríkjunum eftir að Las Vegas-kappaksturinn bættist við á síðasta ári.
Haas er eina bandaríska liðið í Formúlunni um þessar mundir. Haas er í sjötta sæti í liðakeppninni með 50 stig þegar tvær keppnir eru eftir.